Breytt bros

Þægilegar tannréttingaskinnur.
Næstum ósýnilegar.

Breytt bros

Þægilegar og færanlegar tannréttingaskinnur sem eru varla greinanlegar á tönnunum.

Öll viljum við hafa fallegt og heilbrigt bros

Meðferð með glærum skinnum er tannréttingameðferð þar sem notast er við glærar lausar skinnur sem smám saman rétta tennur og bæta bit og/eða útlit hvers og eins.

Íslenskir tannlæknar/sérfræðingar sem bjóða upp á ClearCorrect tannréttingameðferðir hafa sótt viðurkennd námskeið og aflað sér frekari sérþekkingar á meðferðum með tannréttingaskinnum

Breytt bros,
breytt líf

Hvernig virkar ClearCorrect?

1. Skoðun hjá tannlækni eða tannréttingasérfræðing

Talaðu við tannlækninn þinn og biddu um álit þeirra hvort að Clear Correct henti þér og þínum tönnum. Góð tannheilsa þarf að vera til staðar áður en hafist er handa á tannréttingum.

2. Meðferðaráætlunin

Við munum vinna með tannlækninum þínum að meðferðaráætlun – hvernig tennurnar munu hreyfast og hversu langan tíma meðferðin tekur. Tannlæknirinn þinn getur jafnvel deilt þessari áætlun með þér svo þú getir séð óskaniðurstöðuna áður en meðferð hefst.

3. Meðferð þín

Þegar skinnurnar eru tilbúnar mun tannlæknirinn ganga úr skugga um að þær passi þér vel og gefa þér leiðbeiningar varðandi framhaldið. Þið ákveðið hvenær þú kemur í skoðun yfir meðferðartímann. Það helsta sem þú þarft að gera er að nota skinnurnar í 22 tíma á dag. Þær munu hreyfa tennurnar þínar smátt og smátt nær brosinu sem þú átt skilið!

Þægilegar tannréttingaskinnur

ClearCorrect tannréttingaskinnur eru ýmist notaðar til að rétta skakkar tennur, laga minniháttar tannskekkjur og einnig sem hluti af heildartannréttingameðferð í flóknari tannréttingu.

ClearCorrect tannréttingaskinnur eru framleiddar úr ClearQuartz, 3ja laga plastefninu. ClearCorrect tannréttingaskinnur ná hærra upp á tannholdið sem gefa öflugra grip og meiri viðvarandi styrk á tennurnar. ClearCorrect tannréttingaskinnur hafa meiri teygjanleika, rifna síður, glærari og ógreinanlegri á tönnum.

Meðferðartíminn með ClearCorrect skinnum getur staðið yfir frá nokkrum mánuðum upp í 24 mánuði eða jafnvel lengur ef nauðsyn krefur.

Finndu þinn sérfræðing

Ákveðnir íslenskir tannlæknar og sérfræðingar bjóða upp á tannréttingameðferð með ClearCorrect tannréttingaskinnum

Svona virkar ClearCorrect

Þróun og framvinda frá árinu 2006

Frá árinu 2006 hefur ClearCorrect tannréttingakerfið hjálpað hundruðum þúsunda sjúklinga að brosa breiðar. Allar þær aðferðir og greiningar sem eru notaðar í framleiðslu á skinnunum eru byggðar á persónulegri reynslu sjúklinga ásamt niðurstöðum rannsókna þeirra tannlækna og sérfræðinga sem vinna við kerfið. Tæknilegar framfarir og endurskoðun eru í stöðugri þróun.

Hvað kostar ClearCorrect?

Kostnaður við að fara í tannréttingameðferð með ClearCorrect skinnum miðast algjörlega við hversu langan tíma hver meðferð stendur yfir. Meðferðartíminn getur verið lengri en áætlanir segja til um í upphafi. Verð getur verið frá 389.000 kr.

Allir tannlæknar/sérfræðingar sem bjóða upp á ClearCorrect tannréttingameðferðir stilla upp kostnaðaráætlun með tilliti til hversu yfirgripsmikil hver tannréttingameðferð er fyrir hvern og einn meðferðaraðila.

Þjónustuaðilar

Tannrétting með ClearCorrect tannréttingaskinnum er alltaf útfærð af tannlækni/sérfræðingi sem gerir meðferðar- og kostnaðaráætlun sem meðferðaraðilinn samþykkir. Til að tilsettur árangur náist með ClearCorrect tannréttingaskinnum þarf meðferðaraðilinn að vera með skinnurnar á tönnum í 22 klst á sólarhring.