Gegnsætt. Einfalt. Þægilegt.

Tannrétting með skinnum er vissulega frábrugðin hefðbundnum tannréttingatækjum og hefur jafnframt talsverða kosti í för með sér. Gegnsætt, einfalt og þægilegt eru góð orð til að lýsa skinnumeðferð. Meðferðaraðilar sem hafa gengist undir tannréttingu með báðum útfærslum geta klárlega staðfest það. Síðustu ár hefur notkun tannréttingaskinna stóraukist og sumir íslenskir tannlæknar/sérfræðingar bjóða sjúklingum upp á þennan meðferðarmöguleika við tannréttingu.

En hver er sagan á bakvið ClearCorrect tannréttingaskinnurnar?

Árið 2006 stofnaði tannlæknirinn Willis Pumphrey ClearCorrect tannsmíðaverkstæði og hófst handa við að framleiða skinnur til að mæta óskum sjúklinga sem leituðu til hans með tannréttingavandamál. Smátt og smátt byrjuðu fleiri tannlæknar/sérfræðingar að ráðleggja sjúklingum sínum að notast við tannréttingaskinnur frá ClearCorrect og fyrirtækið óx. Í dag eru tugir þúsunda tannlækna/sérfræðinga um allan heim sem hafa rétt tennur milljóna sjúklinga með skinnum frá ClearCorrect. Alltaf hefur verið unnið áfram með það að leiðarljósi að hlusta á ábendingar tannlækna/sérfræðinga og samstarfsaðila. Árangursrík vinna og framsækni hefur skilað sér og í dag er ennþá verið að þróa og betrumbæta framleiðsluna og ClearCorrect tannréttingakerfið.

Einfalt og aðgengilegt

Það er tannlæknum/sérfræðingum algjörlega að kostnaðarlausu að gerast notandi að ClearCorrect tannréttingaskinnukerfinu. Fyrir hönd Straumann Group eru það sérfræðingar og kennarar hjá Push Orthodontics sem sjá um ráðgjöf, námskeið og endurmenntun fyrir íslenska tannlækna/sérfræðinga sem bjóða upp á ClearCorrect skinnumeðferðir.

Stofnað af tannlæknum

ClearCorrect var stofnað af tannlæknum og hefur allt frá upphafi lagt áherslu á gott samstarf við tannlækna/sérfræðinga og hlustað á þeirri óskir og ábendingar. ClearCorrect er eitt af vörumerkjum Straumann Group sem er þekkt fyrir framleiðslu á tannlæknavörum með aðaláherlsu á hágæði og sérhæfingu á svið tannlækninga.

Gæðastjórnun frá Bandaríkjunum

Miklar gæðakröfur eru gerðar til framleiðslu á ClearCorrect skinnum og öflugu gæðaeftirliti framfylgt á þeim stöðum þar sem framleiðslan á sér stað.

Góð þjónusta innan handar

Það er mjög aðgengilegt að fá aðstoð og svör við spurningum í gegnum tölvupóst samskipti eða með því að hringja í þjónustuver/tengilið.

Sérsniðin hönnun

Allar þær aðferðir og greiningartæki sem notuð eru í framleiðslu á gómunum eru byggð á persónulegri reynslu samstarfsaðila og rannsóknum, auk framtaks þeirra tannlækna/sérfræðinga sem vinna með okkur. Stöðugt er verið að greina hvar hægt er að gera betur, læra af mistökum, og gera svo enn betur. Þannig er haldið áfram að bæta framleiðsluna skref fyrir skref með ennþá markvissari þróun á ClearCorrect skinnumeðferðum.

1. .030″ Polyurethane
Skinnurnar eru gerðar úr hitaþjálu pólýúretan sem þrýstir á tanngóminn til að ná fram æskilegri hliðrun tanna.

2. Stain & Crack Resistant Material
Efnið í gómunum rispast hvorki né blettast.

3. Hand-checked for Quality
Handvirkt gæðaeftirlit tryggir þá réttingu sem óskað er eftir í hvert skipti.

4. Laser Marked
Laser-merkt fyrir rekjanleika.

Sveigjanleiki og yfirsýn allt frá upphafi til enda

Stafræna vinnuferlið í kringum ClearCorrect skinnumeðferð er hannað til að aðstoða fagaðilann og veita honum ákveðið frelsi til að vinna eftir eigin höfði. Flest stafræn munnskannakerfi eru viðurkennd í ClearCorrect kerfinu. Markmiðið er að leiða ferlið áfram skref fyrir skref að vel útfærðri meðferðaráætlun með óskir sjúklings og útfærslur tannlæknis/sérfræðings í forsæti.

Heimildir: “The effect of gingival-margin design on the retention of thermoformed aligners” by Daniel P. Cowley, James Mah, and Brendan O’Toole in the Journal of Clinical Orthodontics: JCO 11/2012; 46(11):697-702.

Tannlæknarnir Aníta Rut Axelsdóttir og Telma Borgþórsdóttir hafa góða umsögn og reynslu af ClearCorrect skinnumeðferðum.

Aníta Rut hefur ekki bara góða reynslu af ClearCorrect skinnumeðferð fyrir sjúklinga sína heldur gekk hún sjálf í gegn um meðferðina vegna vægrar tannskekkju í efri og neðri góm.

„Ég myndi hiklaust mæla með ClearCorrect, þetta jók sjálfstraustið mitt til muna að vera með alveg beinar tennur, sérstaklega þar sem ég er að vinna við þetta.“